Í dag, þriðjudag, fengum við heimsókn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Þeir ætla að gefa öllum skólum á landinu endurskinsvesti til að nota í vettvangsferðum barna í 1. bekk. Endurskinsvestin eru gefin af Landsbjörgu í samvinnu við Alcoa Fjarðarál, Dynjanda ehf, EFLA verkfræðistofu, Eflingu stéttarfélag, HB Granda, Isavia, Landsvirkjun, Neyðarlínuna, Tryggingamiðstöðina, Umferðarstofu og Þekkingu.
Þema þessa verkefnisins er “Allir öruggir heim“ . Vettvangsferðir eru rótgróinn hluti af skólastarfinu. Til að tryggja öryggi nemenda á meðan á þeim stendur er mikilvægt að þeir séu vel sýnilegir.
Ökumenn sjá einstaklinga með endurskin fimm sinnum fyrr en sá sem er ekki með neitt endurskin.
Takk kærlega fyrir okkur !