Heimsókn í Davíðshús

5. bekkur heimsótti Davíðshús í tengslum við Dag íslenskrar tungu. Nemendur fengu að skoða heimili Davíðs heitins Stefánssonar en húsið er óbreytt frá því skáldið bjó þar. Veglegt einkabókasafn vakti athygli svo og ýmsir munir Davíðs. Nemendur hlustuðu á upptökur þar sem Davíð les eigin verk. Starfsmaður hússins sagði frá skáldinu og svaraði spurningum. Að lokum sungu nemendur og fóru með kvæði sem þeir hafa æft fyrir hátíð á sal skólans á Degi íslenskrar tungu.