Heimsókn í sérdeild

Nú hafa báðir 10. bekkir Giljaskóla komið í sérdeild og fengið kynningu á starfseminni. Við sýndum þeim deildina, ýmis kennslugögn og búnað sem við notum við kennslu. Þau prófuðu talrofa, talvél, snertiskjá, Smart board töflu, rofa, boltabaðið, nuddtæki og ýmislegt annað. Við sýndum þeim einnig myndir frá starfseminni. Krakkarnir voru mjög áhugasöm, forvitin og dugleg að spyrja spurninga. Hér má sjá myndir.

Þökkum þeim kærlega fyrir komuna.