Föstudaginn 15. nóvember heimsótti mennta- og menningarmálaráðherra Akureyri. Heimsóknin tengdist degi íslenskrar tungu og ávarpaði ráðherra meðal annars 10. bekkinga úr öllum grunnskólunum sem hittust í Háskólanum á Akureyri og kynntu efni sem þeir höfðu undirbúið í tilefni dagsins.
Ráðherra heimsótti einnig Giljaskóla og Oddeyrarskóla til að kynna sér áhugaverð verkefni og vinnubrögð. Í Giljaskóla fékk hann stutta kynningu á verkefninu Orð af orði sem unnið er á miðstigi og á vinnubrögðum á unglingastigi varðandi notkun tungumálsins, sérstaklega í ritun og tjáningu.
Með frétt er mynd af ráðherra og Brynjari Karli Óttarssyni, umsjónarmanni Grenndargralsins, með Gralið sjálft á milli sín en þennan dag lauk einmitt keppninni um Grenndargralið, með sigri Bergvins Leifs og Patriks Orra úr 9. bekk Giljaskóla!