Heimsókn Stórhljómsveitar Tónlistarskólans

Heimsókn Stórhljómsveitar Tónlistarskólans

Í morgun 4.desember komu góðir gestir í heimsókn í Giljaskóla og héldu tónleika fyrir starfsfólk og nemendur á sal.  Þetta var Stórhljómsveit Tónlistarskólans skipuð nemendum og kennurum skólans.  Tilgangurinn var bæði að lífga uppá aðventuna og einnig  kynna nemendum Giljaskóla blásturhljóðfærin sem hljómsveitin spilar á. Alltaf er pláss fyrir fleiri nemendur á þessi hljóðfæri. Hljómsveitin spilaði í bland jólalög og önnur skemmtileg lög sem nemendur þekktu og klöppuðu vel með.  Tónleikarnir voru bráðskemmtilegir og gengu vel.  Nemendur Giljaskóla reyndust góðir hlustendur og voru skólanum sínum til sóma. Við þökkum Tónlistarskólanum fyrir frábæra tónleika.