Vegna fjölgunar covid-smita á Norðurlandi eystra síðustu daga munum við herða sóttvarnir í skólanum. Í því felst grímuskylda meðal starfsfólks þar sem ekki verður viðkomið að halda tveggja metra reglu. Frá og með morgundeginum verður starfsfólkið hólfað meira niður en það sama gildir ekki um nemendur. Samvalsgreinar á unglingastigi falla niður a.m.k. þessa viku.
Til og með 26. október verður skólinn lokaður öllum utankomandi aðilum. Ef viðkomandi á brýnt erindi er nauðsynlegt að vera með grímu. Best er að nýta tölvupóstinn og símann til að vera í samskiptum við skólann.