Hrekkjavökuball fyrir 5. - 7. bekk

Hrekkjavökuball verður haldið fyrir krakka í 5.-7. bekk í Giljaskóla fimmtudaginn 5. nóvember 2015 kl. 18:30-20:00

Nemendur eiga endilega að mæta í búningum og verða veitt verðlaun fyrir skemmtilega og frumlega búninga.

Aðgangseyrir verður 500 krónur og að sjálfsögðu verður Hrekkjavökusjoppan hryllilega opin.

Það verður boðið upp á draugahús, spámaður verður á svæðinu, limbókeppni og margt fleira skemmtilegt í boði.

Ballið er í umsjón 10. bekkja Giljaskóla og er í leiðinni einnig fjáröflun fyrir skólaferðalag þeirra í vor.

Allir að mæta, þetta verður bara gaman,

bestu kveðjur,

Einvarður og Sigrún, umsjónarkennarar 10. bekkja Giljaskóla