Hreyfum okkur!

Hreyfing er mjög mikilvæg fyrir alla krakka. Það er hægt að finna marga kosti og galla við íþóttakennslu í Giljaskóla. Íþróttir í Giljaskóla eru kenndar tvisvar í viku í 40 mínútur í senn. Mér finnst það of stutt þar sem það tekur oft langan tíma að hita upp og svo teygja á eða ganga frá í lokin. Þá er bara lítill tími eða sirka 15 - 20 mínútur eftir til að leika sér, gera æfingar eða prufa eitthvað nýtt.  Þess vegna finnst mér að íþróttir mættu vera í klukkutíma í stað 40 mínútna. Kostirnir eru þeir að íþróttir eru oftast mjög fjölbreyttar og skemmtilegar og að það er bæði kynjaskipt í íþróttum og sundi.

Mér finnst próf bæði í íþróttum og sundi ekki vera svo nauðsynleg. Krakkar æfa mismunandi íþróttir, ef þeir æfa. Sumir eru góðir að hlaupa og að gera æfingar en aðrir að synda. Þessi próf valda krökkum miklum kvíða vegna þess að þeir eru hræddir um að þeim verði strítt ef þeim gengur illa. Mér finnst að íþróttakennarar ættu bara að meta okkur og gefa okkur einkunn eftir mætingu og hvernig við erum í tímum. Sumir eru öflugir í tímum og gengur svo ekki vel í prófunum og svo öfugt. Þess vegna finnst mér þetta ekki sanngjarnt.

Þá er komið að sundinu. Sundið er kennt einu sinni í viku allt skólaárið og finnst mér mjög þægilegt að það sé beint eftir íþróttir. Mér finnst að á unglingastigi ætti að vera meira um leiki í sundtímum frekar en að synda því að krakkar eru flestir orðnir syntir. Til dæmis gætum við farið oftar i boðsund eða einhverja leiki en ekki bara synda þó það það sé alveg gaman stundum. Mín reynsla er reyndar sú að það fer mjög  mikið eftir kennurum hvernig tímarnir eru uppbyggðir. Mér persónulega finnst tíminn í klefanum eftir sund ekkert of stuttur en ég veit um margar stelpur sem eru t.d. að þvo á sér hárið, greiða sér og græja sig. Okkur finnst þetta of stuttur tími og mikil pressa því rútan fer kannski á undan og við verðum of seinar í næsta tíma.

Það sem mér finnst um hreyfingu í Giljaskóla er að íþróttatímarnir mættu vera lengri, sundið mætti vera fjölbreyttara og meira um leiki einnig finnst mér að próf í bæði íþróttum og sundi ekki svo nauðsynleg.

 

 

Katrín Magnea Finnsdóttir 8.RK