Í dag, 23. janúar er óhefðbundinn skóladagur í Giljaskóla og ætlum við að bjóða nemendum upp á stöðvavinnu frá 8 til 12. Þetta höfum við kallað karnvival eða hringekju. Í mörgum skólum hefur svona vinna verið kölluð fjölgreindaleikar þar sem þetta reynir á fjölþætta hæfileika nemenda.
Vinnan er þannig hugsuð að nemendum er skipt í marga hópa og færa þeir sig á milli stöðva. Á stöðvunum fá þeir margvísleg verkefni til að glíma við. Þeir stoppa stutt á hverri stöð eða í u.þ.b 10 mínútur og halda síðan áfram á þá næstu.
Elstu nemendurnir munu leiða hópana.
Hádegismatur hefst kl. 12 og vegna þessa skipulags munu margir hópar mæta í matsalinn á sama eða svipuðum tíma. Við gerum því breytingar á matseðlinum til að geta afgreitt alla fljótt og vel, og ætlum að bjóða upp á pylsur í brauði og fá allir pylsu.
Vonum við að dagurinn gangi vel og allir verði glaðir og sáttir með þennan fyrsta karnivaldag.
Matartíminn verður eftirfarandi;
1.-4. bekkur er í mat kl 12:00 og fer svo til umsjónarkennara og heim eða í frístund kl 12:30.
5.-7. bekkur er í mat 12:20 og fer svo heim.
8.-10. bekkur er í mat 12:40 og fer svo heim.
Eitthvað verður um að foreldrarviðtöl vegna námsmats byrji einnig í dag.