Það er mjög mikilvægt fyrir alla að hreyfa sig mikið og reglulega. Við höfum góðan og stóran íþróttasal hér í Giljaskóla til að vera í íþróttum og leika okkur. Mér sjálfum finnst mjög gaman að hreyfa mig og komast smá frá námi. Bæði íþróttir og sund eru kynjaskipt á unglingastigi sem mér finnst bara fínt.
Íþróttir eru kenndar tvisar í viku í 40 mínútur. Mér og mörgum öðrum finnst það bara of lítill tími fyrir íþróttir því oft byrjum við að hita upp með því að hlaupa 10 ferðir og þá er bara of lítill tími til að fara í leiki að gera eitthvað skemmtilegt. Við förum stundum í einhverja boltaleiki til dæmis skotbolta eða fótbolta sem mér finnst alveg gaman. Samt væri skemmtilegra að gera þetta aðeins fjölbreyttara og fara meira í einhverja öðruvísi boltaleiki svo sem einhverjar boltaþrautir, skalla tennis eða eitthvað skemmtilegt. Í klefunum höfum við fimm mínútur til að fara í sturtu, klæða okkur og stundum þurfum við meira að segja að bíða eftir sturtunum því við erum svo margir. Þetta finnst mér alltof lítill tími. Við ættum alveg að fá 10 mínútur til að við mætum ekki seint í næsta tíma og fá skráð að við mætum of seint í tíma. Á fimmtudögum fer stákahópurinn í íþróttir kl 8:40 og fær því ekkert nesti kl 9:20. Við fáum nesti eftir sund kl ca 10:45. Við getum ekki fengið graut svona seint og finnst mér eins og við mættum kannski fá bara svona 10 mínútur eftir íþróttir til að við getum fengið okkur graut eða nestið okkar. Sundtímarnir eru fínir. Þeir eru kenndir einu sinni í viku í 40 mínútur. Við gerum alltaf það sama sem er dálítið leiðinlegt. Við byrjum í pottinum og förum svo að synda. Það væri skemmtilegra ef við gætum farið í einhverjar keppnir eða leiki.
Það væri mjög fínt að fá nesti á fimmtudögumá milli íþrótta og sunds, hafa íþróttatímana lengri ef það er hægt og fá kannski lengri tíma í íþróttaklefunum eftir íþróttir. Þetta var það helsta sem ég vildi nefna um íþróttir og sund, hvað mætti laga og hvað væri gott.
Kristófer Kristjánsson 8. RK