Jafnréttisland mótað í Giljaskóla - frétt af heimasíðu KÍ

Anna Kristín Arnarsdóttir og Svava Þ. Hjaltalín, kennarar við Giljaskóla á Akureyri, bjuggu til verkefnið Jafnréttislandið á síðasta skólaári, en þá kenndu þær þriðja bekk. Í vetur þróuðu þær verkefnið áfram með sömu nemendum og eru staðráðnar í að láta ekki staðar numið. „Grunnþættir menntunar eru m.a. jafnrétti, lýðræði og mannréttindi og sköpun. Við undirbúning kennslunnar fannst okkur vanta kennsluefni sem tæki á þessum grunnþáttum og höfðaði til barna. Eftir nokkrar vangaveltur varð hugmyndin að Jafnréttislandi til. Verkefnið hefur gengið vel og nemendur verið áhugasamir og tekið virkan þátt í samræðum, ýmis konar hönnun og lýðræðislegum ákvörðunum. Viðfangsefnin eru nánast óþrjótandi. Stundum eru mál ofarlega á baugi í fréttum og sum tengd ... Hér má sjá fréttina í heild sinni.