Kennaranemar

 Marimbasveitin Zimbezi tók á móti um 20 háskólanemum á fyrsta ári sem eru í námskeiðinu Sjónlistir – tónlist. Við byrjuðum á að spila 1 lag fyrir háskólanemana og tókum okkur svo til og kenndum þeim lagið. Sumir voru mjög duglegir og lærðu á öll hljóðfærin, meðan aðrir höfðu nóg með að læra á eitt. Í lokin spiluðu svo nokkrir háskólanemar fyrir grunnskólanemana lagið sem þeim hafði verið kennt. Þetta gekk mjög vel og höfðu allir gaman af. Fyrirhuguð er önnur slík heimsókn í mars þar sem nemendur Giljaskóla kenna nemendum Háskólans á Akureyri. Einnig munu nemendur skólans heimsækja VMA í mars og kenna á opnum dögum.

Ásta Magnúsdóttir, tónmenntakennari.

Myndir hér