Klámvæðing

Klámvæðing er mjög alvarlegt vandamál hjá krökkum og fullorðnum. Það er hægt að finna klám eða klámfengið efni á svo mörgum stöðum, meðal annars á internetinu sem er langalgengast og auðveldast. Þið hafið alveg örugglega upplifað að sjá auglýsingu með klámfengnu efni t.d. á deildu.net. Svo finnst klám líka í bókum eins og til dæmis Fifty shades of gray og líka tónlistarmyndböndum.

 

Tónlistarmyndbönd voru til dæmis alls ekki jafn gróf og þau eru núna eða það segja allavega foreldrar mínir. Nú sér maður í mörgum myndböndum hálfnaktar gellur sem eru að dansa og svo er textinn oftast ekkert skárri. Ég veit að það er oft farið út í það en samt finnst mér eins og öllum sé sama. Textar geta fjallað um nauðganir og að konur séu hlutir eða tíkur og fólki er alveg sama svo lengi sem lagið er gott. Það er ekki eðlilegt. Þetta er alvarlegt mál. Það eru líka flest allar söngkonur sem hafa einhvern tímann komið fram í myndböndum naktar eða hálfnaktar. Til dæmis Miley, Rihanna og Nicki. Og þeim er alveg sama því að þær fá miklu meira áhorf og meiri viðbrögð sem þýðir meiri peningur. Þetta snýst eiginlega allt bara um peninga og gróða.

 

Klám er búið að vera til mjög lengi og kynlíf mun lengur en klám er eiginlega ekki kynlíf. Klám er meira svona gróft ofbeldi, anal, deepthroat, gangbanging o.s.frv. Allt er þetta ógeðslegt. Í klámi eru bara leikarar sem fara heim til sín eða til kærasta/u síns/sinnar eftir vinnu eða þegar þeir eru búnir að “leika”. Þeir gætu átt krakka og alveg örugglega mömmu og pabba fyrir utan auðvitað barnaklámið sem er nátturulega bara ógeðslegt. Það eru líka til mörg mál um það að leikarar séu plataðir í það að nota ekki smokka og síðan greinast þeir með kynsjúkdóm svo sem HIV og fleira.

 

Flest öll heimili á landinu eru nettengd og meirihluti unglinga fer nær daglega á netið. Í könnun kom fram að um helmingur unglinga játaði að fara á netið þrátt fyrir að foreldrar bönnuðu það og höfðu séð klám, hvort sem það var af tilviljun eða einbeittum vilja. Rannsóknir leiddu í ljós að 11 ára börn eru að horfa á klám reglulega. Á vísi.is má finna grein um að ungum kynferðisbrotamönnum hafi fjölgað um 65% á þremur árum. Yngstu gerendurnir eru allt niður í 10 ára og eru dæmi um að brotin séu grófari en tíðkast hjá fullorðnum gerendum sem er mjög fáranlegt. Bara að ímynda sér það er hryllingur og ég myndi halda að þetta tengist klámi og klámvæðingu. Sagt er að klám sé að eyðileggja unga karlmenn og þeir séu að verða ófærir um að stunda eðlilegt kynlíf með konu. Mér sýnist það bara vera satt miðað við þetta sem ég er búinn að vera að segja. Fyrir ekki svo löngu síðan var ESB eða Evrópusambandið að greiða atkvæði um tillögu sem, ef samþykkt verður, mun banna klám í öllum miðlum. Þar er líka verið að tala um hvernig klám nær að lauma sér inn í nútímamenningu Evrópulanda í gegnum internetið og tónlistarmyndbönd og að fólk sé farið að líta á þetta sem eðlilegan hlut. Það er mjög óholl þróun fyrir mannkynið.

 

Það er samt eitthvað sem segir mér að það verði ekkert gert í þessu eða allavega ekkert sem mun skipta neinu máli. Krakkarnir mínir eiga alveg örugglega eftir að horfa á klám og það er bara eðlilegt. Flest allir krakkar eða unglingar gera það einhvern tímann en ég vona að klám muni breytast. Ég vona að það verði ekki jafn gróft. Ég vona að konur fái meiri virðingu frá körlum og að tónlistarmyndbönd verði ekki jafn klámfengin.

 

Jóhannes Björn Gylfason 10. JAB

Greinin  er unnin upp úr málstofuverkefni sem nemendurr 10. bekkjar fluttu munnlega á heimatilbúnu málþingi í skólanum í febrúar.