Kórastarfið í Giljaskóla hófst með ágætum og eru í dag 21 meðlimur í Skólakórnum og 47 í Barnakórnum. Það er mikið fjör og mikið sungið á kóræfingum og hegðun er til fyrirmyndar.
Haldnir verða jólatónleikar um miðjan desember og eru kórmeðlimir farnir að æfa jólalög á fullu. Jólatónleikarnir verða sameiginlegir með báðum kórum skólans auk fámenns Kórs Menntaskólans á Akureyri sem undirrituð stjórnar einnig.
Ekki er hægt að taka við nýjum meðlimum í kórana fyrr en eftir áramót.
Ásta Magnúsdóttir, tónmenntakennari og kórstjóri