Kynjamismunur kennara í Giljaskóla

Kynjamismunur kennara í Giljaskóla er rosalegur. Konur eru mikið fleiri og eru karlar aðeins rúmlega 18 prósent af öllu starfsfólki Giljaskóla. Ég vil hvetja fleiri karla til að verða kennarar.

Hér í Giljaskóla eru aðeins rúmlega tíu karlar í starfsliði Giljaskóla. Mér  finnst  það ekki nóg og vil ég fá fleiri karla til þess að kenna. Ég hef ekkert á móti konunum en mér finnst vanta fleiri karla til að kenna, þá getum við fengið fleiri nýjar hugmyndir og fáum öðruvísi kennslu í skólanum. Þeir karlar sem eru að kenna eru til dæmis að kenna íþróttir og sund, íslensku, smíðar og svo eru karlar sem sinna fleiri störfum í Giljaskóla  Ég veit ekki hvernig þetta er í öðrum skólum en ef ég ætti að giska væri ástandið mjög svipað og ástandið hér í Giljaskóla. Ég myndi vilja fá fleiri kennara til þess að kenna námsfög svo sem náttúrufræði, stærðfræði, íslensku og fleiri námsgreinar, ekki endilega á unglingastigi heldur í öllum stigum skólans. Fáir karlar  eru umsjónakennarar og í ár er enginn karl umsjónakennari en Sigfús Aðalsteinsson er oft með bekk en ekki í ár þar sem hann er nýkominn úr veikindaleyfi. Hér í Giljaskóla finnst mér vanta fleiri karlakennara á miðstig. Ég held að það sé enginn karlkynskennari nema Bjarni Rúnar Lárusson íþróttakennari auk Ingvars Engilbertssonar og Guðmundar Hákonarsonar smíðakennara. Á yngsta stigi eru einungis Ingvar og Guðmundur að kenna. Það eru líka tveir stuðningsfulltrúar að kenna í frístund og eru það Garðar Stefán N Sigurgeirsson í sérdeild. Þá starfa karlar við skólann sem eru ekki kennarar, Guðmundur Skarphéðinsson húsvörður, Svanur Zophoniasson tölvuumsjónarmaður og svo er Úlfar Björnsson námsráðgjafi og loks skólastjórinn okkar Jón Baldvin Hannesson.

 

Mér finnst  vanta fleiri karla í skólann og vil ég fá þá til að kenna mismunandi fög. Að það séu aðeins 11-12 karlar að vinna í skólanum þykir mér dapurlegt og hvet ég fleiri karla til að kenna og vinna hér í skólanum.

 

Hákon Atli Aðalsteinsson 8. RK