Miðvikudaginn 12. feb. kl. 9 - 11 verður "opið hús" í Giljaskóla fyrir foreldra barna sem hefja nám haustið 2014. Stjórnendur verða þá í Frístund og taka á móti þeim sem vilja kynna sér aðstæður og áherslur skólans, jafnvel fara smá kynnisferð um húsnæðið. Er þetta hugsað sem einn þáttur í upplýsingagjöf til foreldra þegar þeir standa frammi fyrir vali á skóla fyrir barn sitt. Í maí verður síðan annar fundur með ítarlegri upplýsingum og mæta þá bæði foreldrar og tilvonandi nemendur saman.Við hvetjum þá sem ekki hafa gert upp hug sinn og valið skóla fyrir barnið sitt sérstaklega til að koma í heimsókn og ræða við stjórnendur næsta miðvikudag.
Kynning á Giljaskóla