Kynningarfundur fyrir verðandi 1. bekk og foreldra verður haldinn í skólanum næstkomandi fimmtudag 23. maí kl. 10.00 á sal skólans.
Á fundinum fara nemendur í kynnisferð um skólann í fylgd 5. bekkinga sem eru verðandi vinabekkir þeirra næstu árin. Á meðan munu stjórnendur skólans funda með foreldrum og upplýsa þá um hvernig skólastarfi verði háttað næsta vetur. Á fundinn mæta einnig verðandi umsjónarkennarar árgangsins og umsjónarmaður Frístundar sem segir frá lengdri viðveru.
Þarna gefst gott tækifæri til að kynnast skólanum og spyrja að því sem ykkur liggur á hjarta varðandi skipulag og starfshætti.