Mig langar að setja leikjasal í Giljaskóla. Það eru tvær ástæður fyrir því að mig langar í leikjasal. Þá nenni ég í skólann og allir sem eru að spila tölvuleiki geta verið þar að spila. Leikjasalir eru oftast með t.d. ps4, Xbox one og góð sjónvarpstæki og góðar borðtölvur en ekki eins og eru núna í tölvustofunni. Það væri gaman að fá leikjasal í Giljaskóla. Allir sem vilja gætu keypt árskort eða mánaðakort. Árskort ætti svona að kosta 8000 kr. en mánaðar kort 500 kr. Þá gæti Giljaskóli fengið pening. Þá gæti Giljaskóli gert miklu meira t.d. keypt rútu fyrir krakka sem búa langt í burtu frá Giljaskóla. Ég t.d. bý langt frá skólanum hjá mömmu og pabba. Giljaskóli gæti líka notað leikjasalinn á opnu húsi og maður borgar 500 kr fyrir að vera allan tímann á meðan á opnu húsi stendur. Þá gæti Giljaskóli grætt á því að hafa leikjasal í skólanum. Allir sem spila tölvuleiki og bara allir geta spilað tölvuleiki og skemmt sér ekki bara unglingastig má fara í leikjasalinn. Ég mæli með almennilegum borðtölvum en ekki þeim sem eru núna í tölvustofunni.
Ástvaldur Eyfjörð Friðriksson 8. HJ