Þann 1. október hefst í mörgum grunnskólum landsins Lestrarátak Ævars vísindamanns. Átakið er ætlað nemendum í 1.-7. bekk og stendur til 1. febrúar nk.
http://www.visindamadur.com/
Þátttaka er nemendum Giljaskóla algerlega frjáls en fer þannig fram að krakkarnir fylla út þar til gerða miða um leið og lesnar hafa verið þrjár bækur að eigin vali. Kennari eða skólasafnskennari kvittar á miðann sem settur er í kassa á bókasafni skólans. Fimm nöfn íslenskra krakka verða dregin út og býðst viðkomandi að verða persónur í næstu bók Ævars. Frekari upplýsingar um átakið fást á bókasafni Giljaskóla.