Ef einhver hefði sagt mér í fyrra haust að ég myndi flytja einn til Austurríkis og búa hjá breskum hjónum sem reka snjóbrettabúðir þá hefði ég aldrei trúað honum. En svona er samt staðan. Ég kynntist þessum hjónum í fyrra þegar ég var að renna mér í Austurríki með pabba mínum. Þau buðu mér að koma og vera hjá sér í nokkrar vikur í eftir áramót í fyrra sem og ég gerði. Það var alveg rosalega gaman.
Núna strax í haust var ákveðið að ég færi aftur út til þeirra og ég er þar núna. Ég bý á gömlu hóteli sem búið er að breyta í heimavist í Kaltenback sem er lítill bær í Austurríki. Insbruck sem er stærri borg er í hálftíma fjarlægð frá Kaltenback. Kaltenbach er lítill skíðabær á Tirolsvæðinu.
Þau sem sjá um snjóbrettabúðinar heita Kate og Steave. Þau eru bæði 35 ára, hún er kennari og snjóbrettakona en hann er snjóbrettaþjálfari. Yfir veturinn koma margir krakkar til þeirra til að læra á snjóbretti. Það er hægt að koma í viku og viku til að æfa sig. Síðan eru þau með lið á sínum vegum sem þau sjá um þjálfun á í lengri tíma. Við erum 5 í þessu liði. Þrír Bretar, einn Búlgari og svo ég frá Íslandi.
Allir dagar byrja eins hjá okkur. Við vöknum klukkan 8.00, morgunmatur og taka sig til fyrir fjallið. Við erum komin upp í fjall um klukkan 9.30 þá er æfing til klukkan 12.00. Hádegismatur er á milli 12.00 og 13.00. Síðan er æfing frá 13.00-15.30 en þá förum við heim. Þegar við komum heim fáum við kaffitíma og smá tíma til að „chilla“ og fara í símana. Seinni partarnir eru mismunandi hjá okkur. Þrisvar sinnum í viku eru þrekæfingar, einu sinni í viku sund og á föstudögum förum við í litabolta. Dagsprógrammið er búið um klukkan 18.30 þá skoðum við hvað þarf að læra og tökum til það sem þarf að gera áður en kvöldmatur er. Við skiptumst á við að hjálpa til við að elda og ganga frá eftir kvöldmatinn. Stundum þarf ég að elda eða vaska upp.
Á kvöldin megum við ráða hvað við gerum ef við þurfum ekki að læra. Stundum förum við út á trampolín eða förum og leikum okkur á krossurum uppi í skógi. Það gerum við samt bara á haustin og vorin. Oftast er maður bara heima að hafa það gott, tala við mömmu og pabba eða horfa á sjónvarpið. Klukkan 22.00 eiga allir að vera sofnaðir. Áður en við förum að sofa skilum við símunum okkar til Kate sem hleður þá fyrir okkur yfir nóttina. Það má ekki hafa símana inni á herbergjunum.
Sunnudagar eru námsdagar fyrir okkur í liðinu. Þá hringi ég heim og læri með mömmu og pabba á facetime.
Það er alveg rosalega gaman að fá að vera að gera það sem maður elskar að gera. Ég hef lært alveg rosalega margt á þessu. Ég þarf að bera ábyrgð á mér sjálfum. Ég þarf að sjá um þvottinn minn, ganga frá öllu, þrífa húsið, elda og skipuleggja námið mitt út frá tímanum sem hef. Ég þarf líka að tala ensku við alla sem búa hjá mér og svo læri ég þýsku til þess að geta bjargað mér í fjallinu og ef ég fer í búðina.
Ef ykkur langar að fylgjast með okkur þá er facebook síða sem heitir „Why Ain‘t You Jibbin? Og á instagram whyaintyou.
Með kveðju frá Austurríki,
Benedikt Friðbjörnsson 8. SKB