Margir spyrja sig hvað lífsgæðakapphlaup sé. Það eru ekki allir sem vita hvað það er og að það getur verið vandamál. Dæmi um hvernig lífsgæðakapphlaup birtist hjá unglingum er þegar þeir að keppa við hvorn annan um ákveðin gæði svo sem síma, tölvur, sjónvörp og margt, margt fleira.
Er lífsgæðakapphlaup unglingavandamál? Já, að mínu mati er það vandamál. En trúið mér, ég tilheyri þessum hópi unglinga sem keppist um þessa hluti. Nýjustu hlutina á markaðnum. Kapphlaupið snýst einnig um tíma. Alltaf erum við í kappi við tímann. Vera á undan hinum að versla það nýjasta. Þessi barátta er orðin svo stór hluti af þessu samfélagi og svo eðlileg hjá unglingum nú til dags. Ég skil það svo sem að krakkar vilji eiga þessa hluti en um leið er það pínulítið skrítið að þurfa alltaf það nýjasta. Ég meina, auðvitað er rosalega gaman að eiga nýjan i-phone, i-pad og macbook en snýst lífið um þetta? Þetta er eiginlega bara rosalega mikið snobb. Þó að fólk eigi pening þýðir það ekki að það þurfi að losa sig við hann strax. Ég skal viðurkenna eitt. Ég glímdi sjálfur við það einu sinni að ef ég átti pening þá keypti ég mér eitthvað nýtt t.d. headset og rándýr skíðaglerugu og margt fleira. Þetta er dæmi um hluti sem ég þurfti ekki en það var gott að eiga þá. Mér leið vel í nokkra tíma eða einn dag. Svo var ánægjan horfin. Ég á síma sem var ótrúlega flottur þegar hann var nýr. Frændi minn öfundaði mig mikið þegar ég eignaðist hann. Stuttu seinna fannst honum ekkert merkilegt að ég ætti hann. Þannig var ekkert spennandi lengur að eiga símann. Svo verður maður að passa sig á hlutum þar sem ekki er allt sem sýnist. Hlutir sem virka flottir fyrst en endast svo ekkert. Eins og þessi iphon 5. Það er rosa góður sími í 1-3 ár en svo verður hann lélegri. Þá neyðist maður til að kaupa nýjan.
En hvar byrjar þetta? Já, þetta byrjar yfirleitt á foreldrum okkar. Þeir fá peninga og geta keypt nýja og dýrari hluti. Auðvitað þurfa foreldrar stundum að eiga nýjustu og flottustu græjurnar t.d. vegna vinnu. En það er ekki alltaf þannig. Þegar allt er fullt að tölvum og græjum heima þá læra krakkarnir að allt sé svo flott þar, allar þessar tölvur og allt þetta dót. Þetta eru skilaboð sem þeir fá. Þannig byrjar þetta heima, þessi þörf fyrir að eiga hluti eins og síma,tölvur og ipoda.
Hvað er til ráða? Jú, ég veit um eitt ráð. Þegar verið er að kaupa síma,tölvur eða eitthvað álíka er best að velja það sem endist þó það sé dýrara. Ef maður er ekki viss er hægt að spyrja einhvern sem kann á þetta allt til að fá upplýsingar um galla og kosti vörunnar. Það getur líka verið gott að spyrja einhvern sem hefur átt hlutinn hvað honum finnst. Fyrir þá unglinga sem taka þátt í lífsgæðakapphlaupinu skiptir það kannski ekki máli hvort hluturinn endist eða ekki. Þá þurfa foreldar að taka stjórnina og ákveða að kaupa eitthvað sem endist og útskýra að annað verði ekki í boði á næstunni. Þegar ég eignaðist símann sem frændi minn öfundaði mig af var mér alveg sama hvort hann myndi endast eitthvað eða ekki. Núna ætla ég verulega að spá í hvað ég eyði peningunum mínum í.
Ólafur Göran Ólafsson Gros 10. IDS
Greinin er unnin upp úr málstofuverkefni sem nemendurr 10. bekkjar fluttu munnlega á heimatilbúnu málþingi í skólanum í febrúar.