10 nemendur tóku þátt og lásu texta úr bók Iðunnar Steinsdóttur, Mánudagur bara einu sinni í viku. Einnig lásu allir ljóð að eigin vali.
Ingunn skólasafnskennari og Lára Halldóra kennari sáu um undirbúning og umsjón keppninnar. Dómarar voru Sigríður Ása Harðardóttir og Helga Hauksdóttir.
Sigurvegarar þetta árið eru: María Sól Jónsdóttir og Magnea Björt Jóhannesdóttir og til vara Maríus Héðinsson.
Nú taka við æfingar fyrir lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Akureyri sem haldin verður í sal MA 7. mars.
Við óskum sigurvegurum til hamingju og þökkum öllum fyrir þátttökuna sem hefur skilað hverjum og einum miklum framförum í upplestri.