Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Kvosinni í MA mið. 6. mars. Keppendur voru 15 frá átta grunnskólum en fulltrúi Hríseyjarskóla var því miður veðurtepptur úti í eyju. Keppendur Giljaskóla voru Heiðbjört Ragna Axelsdóttir og Kristján Már Guðmundsson og stóðu sig bæði afskaplega vel en Krisján varð í 2. sæti.
Skáld keppninnar að þessu sinni voru Friðrik Erlingsson og Þóra Jónsdóttir frá Laxamýri. Í upphafi hátíðar voru flutt tónlistaratriði frá nemendum í Tónlistarskólanum á Akureyri , einnig á meðan dómnefnd var að störfum. Þar lék meðal annarra Edda Guðný Örvarsdóttir, nemandi úr Giljaskóla, á saxafón.
Allir þátttakendur stóðu sig með miklum sóma í öllum þremur umferðum. Sigurvegari þetta árið varð Helga María Guðmundsdóttir, nemandi í Brekkuskóla. í öðru sæti varð Kristján Már Guðmundsson, Giljaskóla og því þriðja Helga Kristín Valdemarsdóttir, frá Lundarskóla.
Allir keppendur fengu bók og blóm í lokin en keppendur í þremur efstu sætunum fengu auk þess peningagjafabréf.
Myndir af keppninni má sjá hér, myndir tók Ólafur Thoroddsen en myndir af keppendum Giljaskóla tók Ásdís Sif Kristjánsdóttir.