Marimbasveit Giljaskóla á Húsavík

Marimbasveit Giljaskóla tók þátt í Zimba Marimba Summer Camp 2012 á Húsavík dagana 13.-16.september.

Flestir nemendur marimbavals fóru í þessa ferð til að læra afródans, marimbalög og á djembetrommur.

Nemendur Giljaskóla stóðu sig frábærlega og var hegðun þeirra skólanum til mikils sóma.

Allir erlendu kennararnir voru ánægðir með krakkana og sögðu þau vera með duglegri hópum og mjög samstillt.

Ég vil þakka þeim foreldrum sem keyrðu krakkana og sóttu, án þeirra hefði ekki verið hægt að fara í þessa ferð.

Takk krakkar fyrir frábæra ferð :-) Ásta Magg.

 

Ferðasagan

Miðvikudaginn 12. september fórum við í marimba ferðalag til Húsavíkur.   Vala, Thelma, María, Árni, Baldur, Atli og Ásta fóru á miðvikudeginum en Marta, Krista, Katrín, Eyrún, Gulla, Svenni, Gunni og Bjarklind komu á fimmtudeginum.

Fimmtudagur:

Við hittumst öll á elliheimilinu Hvammi klukkan 12:00 en þurftum þá að bíða í klukkutíma eftir Ástu því að við áttum ekki að mæta fyrr en klukkan 13:15. Við byrjuðum í marimbasmiðju hjá Petu og lærðum lagið Waka waka . Við vorum þar til 14:00 en klukkan 14:15 áttum við að mæta í næstu smiðju sem var djembe trommusmiðja. Kennararnir þar hétu Anna og Josefine og við lærðum tvo lög þar, þau heita Makru og Kakilambe. Klukkan 15:15 fórum við í danssmiðju hjá Max og Sourybah við vorum þar til 16:15 og fórum svo aftur á marimbasmiðju nema að þessi smiðja var hjá Robson en ekki Petu. Þar lærðum við tvö lög sem enginn veit hvað heita. (Kunatsa Muroyi og Ekwanongoma innskot Ástu ). Þessi smiðja var búin klukkan 17:15 og þá fóru allir og sóttu dótið sitt og fóru með það í Tún þar sem við gistum. Tún er frístundaheimilið á Húsavík og er á þremur hæðum, á efstu hæðinni voru þrjár stelpur sem voru miklu eldri en við í einu herbergi og strákarnir úr Giljaskóla í einu herbergi. Stelpurnar voru á miðhæðinni og þar var líka eldhús, í kjallaranum voru krakkar frá Raufarhöfn og Oddeyrarskóla .Við byrjuðum á því að koma okkur fyrir og fórum svo í mat á hótelinu klukkan sex. Við fengum pizzahlaðborð og franskar. Þegar við vorum búin að borða fóru Gunni, Svenni og Baldur í sund en allir hinir fóru að kaupa nammi. Þegar við vorum búin að kaupa nammi fórum við aftur í Tún og sóttum ipod og græjur og vorum að dansa. Við buðum hinum krökkunum að vera með en þau vildu ekki koma. En svo aðeins seinna komu þau upp en þau voru bara á hjólabrettum inni og skemmdu partýið. Klukkan 20:45 komu strákarnir heim úr sundi og klukkan 21:30 kom Ásta. Þegar Ásta kom fórum við niður að horfa á mynd og fengum líka að fara í fótboltaspilið. Klukkan 22:00 fórum við upp í rúm af því að stelpurnar uppi þurftu að vakna svo snemma og við máttum ekki hafa hátt. En það var enginn þreyttur þannig að Ásta söng okkur í svefn. Klukkan c.a 23:15 voru allir sofnaðir.

Föstudagur:

Við vöknuðum klukkan 8:00 og fengum okkur morgunmat. Nokkrar stelpur fóru í sturtu en hinir voru í fótboltaspilinu. Þegar þær voru búnar í sturtu vorum við bara að leika okkur eithvað í húsinu en svo klukkan 11:30 fórum við út í göngutúr. Við löbbuðum niður að bryggju og á leiðinni flaug Gunni á hausinn í grasinu. Við enduðum göngutúrinn í Kaskó og sumir keyptu sér nammi eða eithvað í nesti. Klukkan 12:00 var svo hádegismatur, við fengum kjúkling og kartöflur. Við fórum í djembe trommu smiðju hjá Önnu og Josefine frá klukkan 13:15 til 14:00. Við æfðum bara Kakilambe afþví að við ætluðum að spila það á tónleikunum. Næsta smiðja var dans hjá Max og Sourybah, við æfðum dansinn sem við ætluðum að sýna á tónleikunum. Klukkan 15:15 til 16:00 vorum við í marimba smiðju hjá Robson. Við æfðum eitt lag sem við spiluðum svo á tónleikunum. Næsta smiðjan var marimba smiðja hjá Petu. Við æfðum Waka waka en okkur tókst ekki alveg að ná því þannig að við spiluðum það ekki á tónleikunum. Þegar það var búið fórum við í Tún og hvíldum okkur í smá stund. Klukkan 18:00 fengum við kvöldmat á hótelinu, í matinn var lasagne. Eftir matinn fórum við í Tún í fótboltaspilið og að kubba og eithvað fleira. Klukkan 20:00 fórum við á tónleika hjá útlensku krökkunum og kennurunum. Þetta voru geðveikir tónleikar. Þeir voru búnir klukkan 21:00 og þá fórum við út á fótboltavöll og æfðum dansinn okkar, svo fórum við í leik úti á götu sem er þannig að Thelma sat á miðri götu og allir hinir skiptust á að hoppa yfir hana en svo þegar það komu bílar hlupu allir upp á gangstétt. Þegar við fórum inn komu eldri stelpurnar og kenndu okkur stígvéladansinn. Við vorum bara að leika okkur í fótboltaspilinu og spjalla en klukkan 23:00 fórum við að sofa.

Laugardagur:

Við vöknuðum klukkan 09:00,fengum okkur morgunmat og gengum frá í stelpuherberginu. Klukkan 10:00 áttum við að fara að æfa okkur fyrir tónleikana. Við vorum búin að æfa klukkan 12:00 og fórum aftur í Tún og kláruðum að taka til. Svo klukkan 13:00 fórum við í hádegismat það var pasta í matinn. Allt útlenska fólkið var líka í mat á sama tíma og við. Við ætluðum að fara aftur í Tún og ákváðum að æfa dansinn okkar á leiðinni og þá fóru allir útlensku kennararnir út í glugga og horfðu á okkur án þess að við vissum. Við ætluðum svo að labba í kaskó og kaupa okkur laugardagsnammi en þá var klukkan orðin 13:30 og við áttum að mæta 13:40 þannig að við slepptum því og fórum bara í skólann þar sem tónleikarnir áttu að vera. Klukkan 14:00 byrjuðu tónleikarnir og það var mjög gaman að spila, dansa og syngja og það var geðveik stemning. Þegar tónleikarnir  voru búnir fórum við öll í Tún og sóttum dótið okkar og lögðum af stað heim á Akureyri. Á leiðinni heim voru allir næstum því grenjandi því að allir vildu vera lengur á Húsavík :)

Ath. Myndir úr ferðinni verða settar inn síðar.