Marimbasveitin

16. janúar fór Marimbasveitin Zimbezi, skipuð 12 nemendum úr 8. og 9.bekk, í námsferð í Hafralækjarskóla. Þar hefur verið öflug Marimbakennsla í 5 ár og hljómsveitir þaðan spilað út um allt land.

Nemendur Giljaskóla lærðu 2 lög í ferðinni sem munu nýtast okkur í kennslu út skólaárið. Marimbakennslan er einmitt þannig uppbyggð að börn kenna börnum, sem er fljótari kennsluaðferð en að kennari kenni öllum röddum laglínu sína.

Krakkarnir voru skólanum til fyrirmyndar og gaman að fylgjast með þeim eflast í spilamennskunni og sjá hvað þau eru dugleg að læra ný lög. Ferðin tókst vel í alla staði og var mjög gaman að fara með svona kurteis og dugleg börn í heimsókn í annan skóla. Bestu þakkir fær Gréta Eyþórsdóttir, mamma Lenu Maríu, sem keyrði með okkur austur.

Ásta Magnúsdóttir, tónmenntakennari.