Giljaskóli er frábær skóli og það er mjög gaman að vera nemandi hér en auðvitað hefur Giljaskóli sýna kosti og galla eins og allir aðrir skólar. Gallarnir sem ég veit um tengjast matsal og íþróttum.
Íþróttir í Giljaskóla eru skemmtilegar og fjölbreyttar en oft tekur langan tíma að útskýra nýja leiki og upphitun. Þá höfum við oftast 20 - 30 mínútur í leiknum og mér finnst það of stutt. Mér finnst að hver íþróttatími ætti að vera 60 mínútur en ekki 40 mínútur. Próf í íþróttum er ekki nauðsynlegt sérstaklega ekki beeptest. Margir æfa einhverja íþrótt en sumir æfa enga íþrótt. Þá er þetta mjög leiðinlegt fyrir þau sem stunda ekki íþróttir því þau hafa oftast minna þol en hinir. Síðan getur þetta líka verið leiðinlegt fyrir þá sem æfa því sumir hafa bara minna þol en aðrir jafnvel þótt þeir hreyfa sig reglulega.
Síðan er það sundið, mörgum þykir sund ekki skemmtilegt og sumir kvíða fyrir sundi. Mér finnst sund tímar of margir og tel að sund ætti annað hvort eingöngu að vera fyrir eða eftir áramót eða hafa sund aðra hverja viku allan veturinn.
Matsalurinn í Giljaskóla er stór og flottur og nóg pláss fyrir alla sem eru í mat en af því að salurinn er svo stór er hann mjög kaldur, ofnar eru í matsalnum en það er eins og það sé ekki kveikt á þeim. Mér finnst að kveikja mætti á ofnunum og loka gluggum þegar það er kalt úti eða allavega gera eitthvað til þess matsalurinn sé ekki svona kaldur. Maturinn er góður en mér finnst ég alltaf vera að borða það sama, alltaf fisk tvisvar til þrisvar í viku og svo eittvað kjöt og einstaka sinnum grjónagrautur og pizza. Ég veit þó að það er erfitt að búa til mat handa 400 krökkum. Þá væri líka fínt að hafa öðruvísi mat einu sinni í mánuði eða tvisvar. Þegar við erum að fá okkur mat tökum við disk og hnífapör sem eru fín og hrein en það virðist sem glösin nái ekki öll að hreinsast jafn vel. Oft er eitthvað í botninum á glösunum. Mér finnst að það megi skoða betur glösin og ef það er eitthvað í þeim að þvo það úr.
Giljaskóli er frábær skóli. Atriði eins og of lítill tími í íþróttum, sundið,kalt í matsal og glösin óhrein mætti laga. Þá verður Giljaskóli fullkominn skóli.
Ingibjörg Aþena Ellertsdóttir
8.RK
Giljaskóli