Ég ætla að skrifa um nokkur atriði sem mér finnst að ætti að breyta í matsalnum í Giljaskóla. Fyrst vil ég byrja á því að segja að við fáum mjög góðan mat í Giljaskóla. En þar sem eldað er ofan í sirka 400 munna þá er maturinn oft bragðlaus og ekki hægt að njóta hans eins vel. Ég legg til að nemendur fái aðgang að saltbaukum sem gætu verið geymdir þar sem konurnar skammta á diskana. Auðvitað gæti komið að því að nemendur færu að fíflast með saltbaukana en það eru 3-4 gangaverðir alltaf að vinna í matsalnum á þessum tíma og ef þessir gangaverðir myndu sjá einhverja óviðeigandi notkun þá gætu þeir bara tekið saltbaukana af nemendum. Það væri líka bara hægt að geyma baukana á einhverjum ákveðnum stað þar sem nemendur labba með diskanna sína og salta matinn sinn.
Í flestum skólum eru húfur og önnur höfuðföt bönnuð í matsal á meðan matartíma stendur. Samkvæmt mínum heimildum telst það vera dónaskapur og sóðaskapur. Mér finnst samt að nemendur eigi að fá að ráða því sjálfir hvort þeir fái að vera með húfu í matsalnum því að sumum finnst það bara þægilegra. Nemendur eru oft inni í úlpunum sínum en enginn kippir sér upp við það en svo þegar einhver kemur með húfu þá er aðilinn vinsamlegast beðinn um að taka hana niður því að hún er útifatnaður. Eru úlpur ekki líka útifatnaður?
Hafdís Dröfn Sigurðardóttir 10. IDS