Giljaskóli er með íþróttatíma fyrir fyrsta til tíunda bekk. Það eru sömu leikir og íþróttir í tímunum í öllum bekkjum. Mér finnst að það ætti að bæta við fleiri íþróttagreinum.
Í 4. bekk fengum við að kynnast bandí. Það var góð tilbreyting og gerði íþróttatímana skemmtilegri og fjölbreyttari. Það var gott að fá svona nýja íþrótt í leikfimina en með árunum verður nýja íþróttagrein líka gömul, þ.e. maður verður leiður á henni. Það sem ég er að spá er hvort það sé hægt að fá nýja íþróttagrein í tímana þegar við komum upp í unglingastig eins og þegar við fengum bandí í byrjun miðstigs. Það ætti að vera hægt að bæta við greinum á unglingastigi. Það er kominn meiri agi og geta í hópinn sem ætti því að ráða við erfiðari en á sama tíma jafnvel skemmtilegri íþróttir. Það eru krakkar á unglingastigi sem vilja nýja íþróttagrein og það er lika talað um hvað þetta er flott í útlöndum. Það eru fótbolta lið og körfubolta lið þar sem skólar gera sín eigin lið og halda svo mót á milli skólanna . Ég var partur af einu slíku móti í Notthingham og það var í fótbolta. Skólinn minn keppti og minn bekkur líka. Við töpuðum en það sem var svo flott var að við öll sem töpuðum fengum bikar . Bandaríkin eru líka mikið með svona skólalið þar sem keppt er í hinum ýmsu íþróttagreinum. það sem er að gerast er að krakkar á unglings aldri eru að horfa á erlenda þætti og flestir eru teknir upp í Bandaríkjunum. Þar eru allar þessar íþróttir í skólanum og persónurnar í þáttunum eru að spila þessar íþróttir með sínu liði fyrir skólann. Það skilar sér meiri áhuga unglinga. Af hverju er ekkert svona hérna hjá okkur? Bara venjulegir íþróttatímar hjá öllum og engin möguleiki á að vera í einhverju skólaliði.
það sem ég er að reyna koma á framfæri er að unglingar í dag vilja hafa samkeppni eins og sú sem er sýnd í þessum þáttum. Það sem þetta líkist helst hér hjá okkur er skólahreysti. Það er keppni en bara svo fáir sem get tekið þátt og bara ein keppni á ári. Við myndum vilja skólakeppni í einhverri íþróttagreinum eða greinum þar sem við værum að keppa fyrir okkar skóla, Giljaskóla og myndum keppa reglulega við aðra skóla hér á svæðinu.
Aron Ingi Jónsson 9.SÞ