Minjasafnsferð 3. EE

Í morgun, 6. desember fór 3. EE á Minjasafnið. Ætlunin var að heimsækja kirkjuna og fræðast um jólin í gamla daga. Þar sem það var gríðarlega kalt, þá var okkur þess í stað boðið að koma inn í Nonnahús, þar sem við heyrðum krassandi sögur um ísbirni og fleira. Síðan fengum við að skoða húsið betur, fara upp á loft…….þar sem sagt er að sé reimt !! Að þessu loknu, hittum við Sirrý upp í sjálfu Minjasafni og hún sýndi okkur sýningu um álfabrennu, m.a. sáum við búninga álfakóngs og drottningar, tröllabúninga og tröllagrímur, en allt þetta hefur verið notað á álfabrennum Þórs síðastliðinn 61 ár. Við fengum svo að sjá kumlið og Sirrý fræddi okkur um beinin og vopnin sem þar eru. Mjög spennandi saga á bak við það. Meðfylgjandi myndir tala sínu máli. Við í 3.EE þökkum fólkinu á Minjasafninu kærlega fyrir góðar móttökur.