Mötuneyti - opið fyrir skráningar

Nú er búið að opna fyrir skráningu í mötuneyti Giljaskóla á matartorg.is. fyrir ágúst og september.
Þess má geta að skráningar síðasta skólaárs eru enn í kerfinu bæði matar- og mjólkuráskriftir. Svo það þarf bara að skoða ef gera á breytingu á skráningu. Ef þú mannst ekki hvernig barn þitt var skráð þá endilega skoða það.

Skráningu þarf að vera lokið fyrir 24.ágúst.

Leiðbeiningar fyrir skráningar

Hægt er að skrá nemanda í annaráskrift (skráð í upphafi hverrar annar) og þá kostar máltíðin 427 kr. (sem margfaldast við fjölda daga í mánuði til að sjá heildarkostnað).  Ef þú vilt frekar velja af matseðli  kostar máltíðin 573 kr. Einnig er boðið upp á annaráskrift í mjólk sem nemandi fær í morgunhressingunni og kostar önnin 3.028 kr. og greiðist í upphafi annar.

Ef þú hefur hug á að skrá nemanda í mat / mjólk vinsamlegast farðu  inn á matartorg.is ef þig vantar lykilorð, smellir þú á nýtt/gleymt lykilorð. Þá er næsta skref að slá inn kennitölu móður (láta undirritaða vita ef faðir á að vera greiðandi), velja Giljaskóla og þá færðu lykilorð sent í tölvupósti.

Þegar inn á síðuna er komið …

Ef nemandi á að vera í annaráskrift er smellt á nafn hans og hakað við annaráskrift, ath. ekki haka við alla daga eingöngu eitt hak við annaráskriftina. Það er jafnframt hægt að festa áskrift ákveðna daga, t.d alltaf í mat mán, mið, fös.

Ef velja á máltíð í hverjum mánuði þá þarf að fara í Matseðlar og pennann fyrir aftan mánuðinn, dagar valdir og síðan ýtt á áfram, valin greiðslumáti og samþykkt. Velji maður þessa leið þarf skráningu að vera lokið fyrir 20. hvers mánaðar og skilyrðin eru að það verður að velja að lágmarki helming af dagafjölda í mánuði.

Mjólkuráskrift (hressing), smellt á nafn nemandans og haka við annaráskrift

ATH. mjög áríðandi er að merkja við viðeigandi greiðslumáta, svo sem gíróseðil, boðgreiðslu eða beingreiðslu. Greitt er fyrirfram, mánaðarlega.


Vona að þetta sé nokkuð skýrt en ef ykkur vantar aðstoð þá endilega hafið samband 4624820 / ellae@akmennt.is