Munur Á Skólum

Ég er búinn að fara í þrjá skóla á þremur árum. Ég ætla að skrifa um muninn á þeim.

Ég var í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ. Ég byrjaði þar þegar ég var 6 ára gamall og var þar þangað til ég var 12 ára.

Þá var ég bara kominn með nóg af að vera í bænum og langaði að flytja upp í sveit til pabba en hann bjó á bæ sem heitir Kálfsskinn. Þá myndi ég fara í Dalvíkurskóla. Ég fór með flugi til Akureyrar aðra hvora helgi því að upp í sveit eru öll áhugamálin mín. Um sumarið ákvað ég að flytja til pabba. Þegar skólinn var búinn og sumarið byrjað vildum við flytja til Akureyrar. Þá gat ég ákveðið hvort að ég myndi fara í Lundarskóla eða Giljaskóla. Ég valdi Giljaskóla en hann er aðeins lengra frá. Ég valdi Giljaskóla því að það er nýrri skóli og vinir mínir á Dalvík sögðu að það væru skemmtilegri krakkar þar en í Lundarskóla.

 

Í Dalvíkurskóla er hver tími sextíu mínútur og frímínúturnar langar.

Í Lágafellsskóla og Giljaskóla er hver tími fjörutíu mínútur.

Það er góð sjoppa í Lágafellsskóla og Dalvíkurskóla en í Giljaskóla er ekki sjoppa. Mér finnst að það ætti að vera sjoppa í skólum fyrir unglinga sem gleyma nesti eða vilja kaupa sér nesti. Peningurinn sem safnast í henni ætti svo að fara í sjóð sem væri notaður í eitthvað skemmtilegt.

Í Giljaskóla og Lágafellsskóla eru betri kennarar en í Dalvíkurskóla.

Maturinn í öllum skólunum mætti vera betri!

Valfögin í Giljaskóla eru mjög sniðug. Það eru ákveðin valfög í hverjum skóla og ef maður vill fara í eitthvað valfag þá fer maður í skólann þar sem að valfagið er. Það er meira val í Giljaskóla en í Dalvíkurskóla og Lágafellsskóla. Þar eru öll valfögin í skólanum sjálfum og ekki jafn mikið val.

Í Dalvíkurskóla og Lágafellsskóla má ekki vera með tiggigúmmí en í Giljaskóla má það.

Í Dalvíkurskóla má nota tölvur í stað bóka en ekki í Giljaskóla og Lágafellsskóla.

Þetta er munurinn á þessum þremur skólum að mínu mati. Það mætti búa til betri mat í þessum þremur skólum. Sjoppan væri sniðug í alla skóla.

Gabríel Daði Marinósson 9. KJ