Námfús - nýtt skráningarkerfi

Við höfum tekið upp nýtt skráningarkerfi sem heitir Námfús (var áður Mentor). Þar eru allar upplýsingar um nemendur, ástundun, heimavinna, stundaskrá, námsmat, foreldraviðtöl, námsefni o.fl. Þess má geta að stundaskrár eru ekki tilbúnar.

Foreldrar fengu rétt í þessu send lykilorð (ath. hvort lendir í ruslpósti) og viljum við biðja þá sem ekki hafa fengið sent lykilorð að hafa samband við ritara skólans ellae@akmennt.is

Nemendur fá einnig sín eigin lykilorð í upphafi skólaárs.

Á forsíðu Námfús er hægt að fá ýmsar leiðbeiningar um kerfið.