Giljaskóli er góður skóli en mér og öðrum nemendum finnst vanta meira lýðræði. Við höfum alveg eitthvað lýðræði eins og að fá að vera í Dimmuborgum þegar það falla niður tímar , við getum fengið okkur snúða alla föstudaga og við fáum frítt wifi og frelsi í frímínútum að gera það sem við viljum.
Krakkar á unglingastigi vilja helst hafa sem mest frelsi en mér finnst ekki vera nóg frelsi fyrir krakka í Giljaskóla.
Eins og það að neyða litla krakka út í frímínútur alveg þangað til að þeir fara á unglingastig. Í viðbjóðslegu veðri og bruna gaddi. Af hverju má það ekki vera val að fara út í frímínútunum?
Svo er það matsalurinn. Þetta kerfi er auðvitað ekki gott fyrir félagslíf krakka. Krakkar eru settir á borð með bekkjarsystkinum sínum en sumir eiga líka vini í öðrum bekkjum sem þeir vilja sitja með. Það eru bara 6 sæti við eitt borð og til dæmis eru margar vinkonur 7 eða 8 og þá þarf að skilja eitthverjar útundan. Mér finnst það ekki lýðræði. Lýðræði snýst um það að meirihlutinn ráði og taki ákvarðanir. Ekki einhver einn sem ræður öllu. Ekki má samt vera alltof mikið lýðræði. Þá myndi skólinn enda í rúst . Krakkar vilja vera frjálsir og öruggir í sínu umhverfi. Það er líka alltaf verið að hvetja okkur að segja okkar skoðanir á öllum málum og með skort af lýðræði þá fá unglingar ekki það tjáningarfrelsi sem þeir eigfa að hafa. Lýðræði í Giljaskóla er ekki mikið en krakkar þurfa á meira lýðræði að halda. Það bæði hjálpar okkur að koma okkar málum á framfæri og undirbýr okkur fyrir framtíðina þegar við byrjum að kjósa.
Þess vegna segi ég að það vanti lýðræði í Giljaskóla. Krakkar vilja vera sjálfstæðir. Þeir vilja sitja hjá vinum sínum í matsalnum og þeir vilja vera frjálsir og öruggir í sínu umhverfi. Lýðræði getur líka undirbúið okkur fyrir framtíðina, t.d. þegar við byrjum að kjósa.
Júlía Birta Baldursdóttir 9.KJ