Norræna skólahlaupið

Norræna skólahlaupið fer fram í dag föstudaginn 6. september í 1.- 7. bekk og í unglingadeild í gær, fimmtudag. Tilgangurinn með því er tvíþættur. Annarsvegar að taka þátt í samnorrænu hlaupi og hins vegar að safna fé til styrktar ABC hjálparstarfi.

Frá árinu 2007 höfum við í Giljaskóla styrkt tvö börn. Það er strákur að nafni Vincent, fæddur árið 2000 og býr í Uganda. Í fyrra byrjuðum við að styrkja nýja stúlku þar sem sú sem við byrjuðum að styrkja er útskrifuð úr skólanum. Sú heitir Manadapoti, fædd árið 2005 og býr á Heimili litlu ljósanna á Indlandi.

Fyrir hlaupið fá allir nemendur skólans stutta kynningu á hjálparstarfinu sem við erum að taka þátt í, sjá myndir af krökkunum og söfnunarbaukar eru settir í allar stofur. Í fyrra var framfærsla þessara tveggja barna 90.000 krónur fyrir eitt ár. Enginn þarf að koma með aur, en ef allir nemendur og starfsfólk skólans leggja fram um 200 krónur náum við takmarkinu. Margt smátt gerir eitt stórt og vonumst við til að geta haldið áfram þessum stuðningi.

 

http://www.giljaskoli.is/is/skolinn/abc-hjalparstarf