Giljaskóli á Akureyri tekur þátt í samnorrænu verkefni sem er náttúruvísindalegt menningarverkefni. Kulturverket og Umevatoriet í Umeå höfðu frumkvæði að verkefninu sem hefur hlotið styrki frá Nordplus, Kulturkontakt Nord og Norræna menningarsjóðnum.
Grunnskólanemendur, kennarar, vísindamenn og listamenn frá Umeå, Akureyri og Viborg eru þátttakendur í verkefninu þar sem blandað er saman vísindarannsóknum, listum og skólum. Með því að tengja þrjá aðskilda heima í sameiginlegu verkefni, fáum við óvæntar tengingar, nýjar vinnuaðferðir og niðurstöður þar sem skólabörn eru boðberar, hugmyndasmiðir og listrænir eigendur. Fylgist með verkefninu hér