Sælt veri fólkið. Ég heiti Sindri Snær Sævarsson og ég ætla að fjalla um óhrein glös og beygluð hnífapör í matsalnum í skólanum. Það vita margir að í skólanum eru glösin oft óhrein þegar þau eru tekin úr glasagrindinni í matsalnum. Það eru líka mjög oft beygluð hnífapör þegar maður tekur þau. Það getur verið pirrandi.
Mér finnst að starfsmenn í matsalnum eigi að þrífa glösin betur. Alltaf þegar ég tek glös úr glasagrindinni er eitthvað gums í þeim. Kanski þarf bara að kaupa nýja uppþvottavél. Ég veit að það eru fleiri en ég að kvarta yfir þessu. Ég held að flestir vilji drekka vatn eða djús úr hreinum glösum. Það mætti alveg eins sleppa því að bjóða upp á eitthvað að drekka ef glösin eru hvort sem er alltaf óhrein. Eða bara láta fólk koma með flöskur eða brúsa í skólann.
Hnífapörin í matsalnum eru oft beygluð þegar ég tek þau. Þetta getur verið mjög pirrandi. Ég vill geta skorið matinn minn og drukkið úr glasinu mínu. Til dæmis þegar það var pizza og djús í matinn þá tók ég mér glas og það var eitthvað grænt gums í glasinu mínu. Líka þegar það var grautur einhvern tímann í matinn, þá var ég með beyglaða skeið. Mér finnst að þetta þurfi að laga. Mér leið eins og ég gæti ælt þegar ég sá ofan í glasið. Það þarf líka að kaupa ný hnífapör ef þau eru alltaf að beyglast. Þá þarf að skoða glösin áður en þau eru sett í glasagrindina og ef þau eru óhrein þá þarf að þrífa þau betur. Ég hef oft tekið óhrein glös í matsalnum í skólanum. Til dæmis var ég einu sinni mjög svangur og bekkjarbróðir minn sýndi mér glasið sitt þegar það var óhreint. Ég missti matarlystina.
Einu sinni tók ég glas úr glasagrindinni þegar það var pizza og djús í matinn og það var grænt gums í glasinu. Mér finnst að ef glösin eru óhrein gæti maður alveg eins bara látið fólk koma með flöskur eða brúsa í skólann.
Takk fyrir að lesa.
Sindri Snær Sævarsson 9.KJ