Eftirlitsmyndavélar eru í notkun á mörgum stöðum, þ.á.m í skólum. Eftirlitsmyndavélar gegna nú yfirleitt sama tilgangi, að vakta svæðið þar sem myndavélin er. Eftirlitsmyndavélarnar í Giljaskóla hafa nú verið eitthvað slappar upp á síðkastið og það finnst mér einfaldlega ekki nógu gott. Þess vegna er það umfjöllunarefni mitt.
Utan á Giljaskóla eru sjö eftirlitsmyndavélar sem eiga að fylgjast með gangi mála utan skólans þegar einhverskonar atburðir sem þarf að skoða, eiga sér stað. Myndavélar af þessu tagi kosta mikið fjármagn fyrir skólann okkar sem mætti þá frekar fara í aðra hluti ef myndavélarnar eru notaðar til einskis. Það getur vel verið að það kosti mikið að sjá þeim fyrir rafmagni en þá hefði nú skólastjórnin átt að hugsa það áður en vélarnar voru keyptar. En nóg um peninga, tölum um notagildi myndavélanna.
Þegar hjólum er stolið, eins og gerðist nokkrum sinnum í haust, ættu myndavélarnar að sýna stuldinn. Ný reiðhjól nú til dags kosta upp undir 100 þúsund krónur og ekki eru margar fjölskyldur sem hafa efni á að kaupa alltaf glænýtt reiðhjól þegar hinu er stolið. Ég hef ekki lent í þessu þar sem ég hjóla ekki í skólann, en félagi minn lenti í þessu í haust og hjólið hans hefur ekki enn fundist. Ef myndavélarnar hefðu verið í lagi væri hjólið mögulega fundið og allir glaðir. Einnig gætu myndavélarnar nýst vel þegar einhver nemandi Giljaskóla er lagður í einelti. Þá gæti myndavélin sýnt hver væri gerandinn og þá væri hægt að ræða við viðkomandi og fylgjast með gangi mála. Þá myndi einelti mögulega snarminnka utan Giljaskóla og þar af leiðandi myndi nemendum líða betur í skólanum og skólinn okkar væri betri fyrir vikið.
Það sem ég er að reyna að koma á framfæri er að margt gæti lagast með því að gera við þessar myndavélar. Einelti gæti minnkað til muna og færri hjól myndu glatast fyrir utan Giljaskóla. Með þessari grein er ég því að skora á stjórn Giljaskóla að laga eftirlitsmyndavélarnar.
Takk fyrir mig
Alex Daði Blöndal 9.KJ