Opinn borgarafundur um ný skólalög

Menntamálaráðherra boðar til opins borgarafundar um ný skólalög á Akureyri 5. nóvember kl. 20:00-22:00 í Kvosinni, Menntaskólanum á Akureyri.

Fundarstjóri verður Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri.

Fundurinn er opinn borgarafundur á vegum menntamálaráðuneytisins til kynningar á nýrri menntalöggjöf fyrir skólafólk, foreldra, nemendur og annað áhugafólk um skólamál. Menntamálaráðherra og sérfræðingar menntamálaráðuneytisins sjá um kynninguna og svara fyrirspurnum og standa fyrir opinni umræðu að erindum loknum. Er hér um einstakt tækifæri að ræða til að ræða við ráðherra um þær miklu breytingar sem nú er verið að gera á íslenska menntakerfinu.