Giljaskóli er svo sem fínn skóli en eins og aðrir hefur hann marga galla. Ég ætla að skrifa um þá og einhverja kosti líka.
Stærsti gallinn við skólann eru óþægindin sem við þurfum að lifa við á hverjum virkum degi í 10 ár. Stólarnir í skólanum eru náttúrulega bara löngu úreltir og við verðum að fá betri stóla því að þetta fer illa með bakið! Annar stór galli við skólann og reyndar bara alla skóla er það hvað hann byrjar snemma. Það er mjög erfitt fyrir marga að vera ný vaknaður eða vöknuð og þurfa strax að byrja að læra þegar heilinn er ekki einu sinni kominn í gang. Það að vera í skóla er mjög mikilvægt og þess vegna finnst mér að það ætti að bæta þægindin. Það er ekki gott að sitja í hörðum tréstólum og skrifa til dæmis ritgerð. Ég held að það myndi ganga miklu betur fyrir krakkana að læra ef að það færi vel um þá. Giljaskóli er besti skólinn af þremur sem ég hef verið í. Flestir kennarar leggja sig mikið fram við að hjálpa nemendum og passa upp á að þeim líði vel hér í skólanum. Skólasálfræðingurinn er stór kostur við að vera í Giljaskóla og persónulega hefur hann hjálpað mér mjög mikið, hann er stór partur af því að mér líður betur hér í Giljaskóla. Mig langar að hvetja krakka til að leita til hans eða annarra starfsmanna ef þeim líður ekki vel. Það gæti bæði hjálpað með námið og félagslífið í skólanum. Annar kostur við Giljaskóla er að það er mjög lítið um stríðni og það er mjög sjaldgæft í skólum. Samt mætti taka betur á málum sem varðar vanlíðan og kennarar og starfsmenn mættu reyna að taka betur eftir. Oft hef ég tekið eftir að einhverjum líður illa og enginn pælir í því. Þar fyrir utan er þetta mjög góður skóli.
Í Giljaskóla þarf að bæta þægindin og losa sig við hörðu tréstólana sem fara illa með heilsu nemenda. Það mætti einnig leyfa krökkum að hvílast lengur en til sjö á morgnana. Giljaskóli er mjög góður skóli.
Aníta María Þrastardóttir 10.EJ