Ég ætla að fjalla um allt það sem mér finnst vanta í skólann og það sem vantar fyrir parkið. Það hefur verið of mikið af krökkum að renna sér á römpunum á parkinu, en parkið er fyrir þá sem eru á hjólabrettum, hlaupahjólum og hjólum en ekki þeim sem vilja bara nota rampana sem rennibraut. Það er rennibraut hinum megin við skólann frá parkinu og þau sem vilja renna sér geta rennt sér þar en ekki á parkinu. Það er oft þegar krakkar á yngsta stigi fara á parkið bara til að renna sér og geta léttilega meitt sig. Það væri hægt að setja bara upp skilti eða hafa einhverja nemendur kynna nýjar reglur á parkinu fyrir alla í skólanum. Það væri líka hægt að setja bekk við hliðina á parkinu fyrir þá sem vilja hvíla sig eða bara horfa á. Parkið ætti að vera fyrir alla sem vilja renna sér a hlaupahjólum, hjólabrettum eða bara hjólum. Þetta er það sem mér finnst vanta fyrir parkið en núna ætla ég að breyta yfir í það sem vantar í skólann. Það væri fínt ef að það væri hægt að hafa meiri fjölbreytni í íþróttum, manni líður bara eins og maður er alltaf að gera það sama aftur og aftur. Það væri skemmtilegra í íþróttum ef það væri ekki alltaf fótbolti eða einhverjir aðrir boltaleikir, eins og körfubolti eða handbolti. Stundum er samt farið í badmínton sem er allt í lagi miðað við allt hitt sem við gerum en samt verður maður frekar leiður á því líka. Það væri t.d. hægt að fara oftar í bandí, blak, eða eitthvað svoleiðis. Það væri snilld að fá nýja stóla í bekkjarstofurnar og kannski aftur fá borðið sem var fyrir framan sófann á ganginum. Þetta er nú mest allt sem mér fannst vanta í íþróttum og á parkið í skólanum.
Fjölnir Bragi Brynjarsson 9.SKB