Peysusala - fjáröflun 10. bekkjar

Fjáröflun 10. bekkjar vegna skólaferðalags í vor hefst með látum þetta skólaárið og ákveðið hefur verið að selja merktar peysur til styrktar ferðarinnar nú strax í upphafi annar. Um er að ræða vandaðar hettupeysur í sex mismunandi litum, merktar með nafni skóla og ártali. Geta nemendur valið um hvort þeir merki einnig peysurnar með nafni sínu.

Hægt verður að máta stærðir, velja lit og panta peysur í anddyri skólans sem hér segir:

Þriðjudaginn 21. ágúst kl. 11:00-13:00

Fimmtudaginn 23. ágúst kl. 7:45-8:30, kl. 12:00-13:00 og kl. 15:00-16:00

Peysurnar kosta 5500 kr (minni stærðir) og 6000 kr. (stærri stærðir) og eru merkingar innifaldar.

Hægt er að borga á staðnum með reiðufé eða fá upplýsingar um reikningsnúmer til að leggja inn á.

 

F.h. 10. bekkjar,

Anna María og Sigrún Þórólfs
umsjónarkennarar