Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því að skipuleggja könnun fyrir PISA 2009 nú í vor. Þátttakendur eru nemendur í
10. bekk í 126 skólum á landinu.
Dagsetning fyrir Giljaskóla er 18.3.2009
Gert er ráð fyrir að könnunin hefjist að morgni milli kl 8 og 9.
Heildartími fyrirlagnarinnar er um 3,5 tímar. Könnunin tekur 2 tíma, spurningalisti 30 mín. Leiðbeiningar og hlé samtals um 45 mín.
Úrtak nemenda verður valið til að taka þátt í tölvukönnun ERA sem verður lagt fyrir í tölvustofu skólans eftir hádegi og
tekur um klukkustund í framkvæmd.
Um miðjan febrúar verður send handbók tengiliðar ásamt kynningarefni fyrir nemendur og kennara. Í handbókinni er
framkvæmdinni og hlutverki lýst ítarlega.