Giljaskóli er mjög góður skóli en auðvitað hefur hann sína kosti og galla. Ég ætla að segja hvað mér finnst vera eitt af því sem virkilega þarf að laga. Það eru nýju reglurnar í matsalnum.
Reglurnar eru þannig að það eru miðar á borðunum með númer á bekk og maður má bara sitja hjá sínum bekk. Það má heldur ekki færa stóla við önnur borð. Þetta finnst mér ekki vera góðar reglur þar sem sumir eiga kannski ekki marga vini í sínum árgangi en eiga vini í öðrum árgöngum. Þeir mega þá ekki sitja með þeim. Þetta er matartíminn okkar og mér finnst að við ættum að fá að velja hverjum við sitjum með. Það að maður megi ekki bæta við einum eða tveimur stólum finnst mér líka fáránlegt þar sem kannski sjö vinkonum eða vinum langar að sitja saman en mega það ekki. Um daginn sá ég litla stelpu sem var örugglega í þriðja eða fjórða bekk og hún þurfti að setjast ein á borð af því að öll borðin sem voru merkt hennar bekk voru full og hún mátti ekki bæta við stól. Þetta finnst mér ekki nógu gott þar sem ekkert mál hafði verið að færa einn stól. Það er alveg nóg að stólum inni í matsal. Þessi regla var ábyggilega gerð af ástæðu og ég get ímyndað mér að sú ástæða sé að það hafi verið smá vesen með að finna borð af því að það voru svo margir í mat á sama tíma. Það var vissulega mikið vesen en hvorki borðum né stólum fjölgaði við þetta. Þess vegna skil ég þetta ekki. Það ætti frekar að skipuleggja matartímann betur og passa að ekki séu svona margir í mat á sama tíma. Ég skil ekki af hverju við megum ekki sitja þar sem við viljum og hversu mörg. Þetta breytir í raun engu og skapar bara óþarfa vesen fyrir okkur sem viljum fá að ráða hvar við sitjum og einnig fyrir þá sem sjá um að þessari reglu sé fylgt.
Mér finnst skólinn mjög góður en eins og ég sagði þá finnst mér virkilega þurfa að laga þetta og sleppa þessum óþarfa reglum sem gera ekkert annað en að skapa vesen.
Katla Hrönn Stefánsdóttir 10.JAB