Reiðhjólanotkun o.fl.

Ágætu foreldrar og foráðamenn nemenda í Giljaskóla

Nú er vor í lofti og því fylgir að hjól, línuskautar, hjólabretti og hjólaskór eru tekin úr vetrargeymslu og  notuð óspart.

Í því samhengi viljum við minna á eftir farandi úr skólareglunum okkar:
“Nemendum frá og með 5. bekk er heimilt að koma á hjóli í skólann þegar færð leyfir, en skylt er samkvæmt lögum að nota reiðhjólahjálm. Foreldrar bera ábyrgð á að þeirri skyldu sé framfylgt. 

Við notum ekki reiðhjól, hjólabretti, hlaupahjól, línu- eða hjólaskauta og hjólaskó á skólalóðinni á skólatíma.” 

Einnig viljum við minna á að eins og er höfum við ekki aðstöðu til geymslu á hjólum, hjólabrettum eða línuskautum á meðan nemendur eru í skólanum og helst vildum við að nemendur kæmu gangandi í skólann. 

Borið hefur á því að nokkrir nemendur hafa ekki virt frímínútnabann á á notkun hjóla, línuskauta, hjólabretta o.þ.h.  Sú notkun skapar mikla slysahættu á skólalóðinni og viljum við biðja ykkur að ræða það við börnin ykkar. 

Í vor verður væntanlega farið í hjólaferðir með hópa frá 5.bekk og eldri og  fer enginn í hjólaferð á vegum skólans án reiðhjólahjálms. Við viljum minna ykkur, ágætu foreldrar, á ábyrgð ykkar að enginn komi á hjóli í skólann án reiðhjólahjálms.

Með ósk um góða samvinnu nú sem áður við að passa uppá öryggi barnanna okkar.

Kveðja
Starfsfólk Giljaskóla