Sameiginleg lestrarstund

Í tilefni af degi læsis þann 8. september verður sameiginleg lestrarstund allra starfsmanna og nemenda í Giljaskóla mánudaginn 10 september. Nemendur og starfsfólk sameinast í kennsluálmu skólans kl. 8:20, koma sér fyrir með góða bók og lesa sér til gagns og gamans. Lestrarstundin mun taka 20 mínútur og kennsla hefst því aftur samkvæmt stundaskrá kl. 8:40. Nemendur og starfsmenn eru beðnir um að hafa bók á reiðum höndum þegar lesturinn hefst. Sumir kjósa að koma með bók að heiman á mánudagsmorgun. Aðrir geyma bók í skólanum sem þeir eru að lesa þessa dagana. Hvað sem því líður þá vonumst við til að allir verði búnir að koma sér fyrir í kennsluálmunni kl. 8:20 með bók í hönd, tilbúnir að njóta sameiginlegrar lestrarstundar.