Sigling með Húna II - 6.bekkur

Húni II siglir með nemendur í 6. bekk í grunnskólum Akureyrarbæjar. Þetta er samvinnuverkefni

skóladeildar og Háskólans á Akureyri. Verkefnið samanstendur af fræðslu um lífríki sjávar, hollustu fiskmetis, fiskveiðum og að lokum er borðaður fiskur sem nemendur hafa veitt. Hér má sjá myndir úr ferðinni sem nemendur okkar fóru í fyrir nokkrum dögum.