Gabríel Snær Jóhannesson 8. BKÓ var einn af tíu nemendum á landinu sem sigruðu í
samkeppninni Kæri Jón. Um er að ræða ritgerðasamkeppni nemenda í 8. bekk sem sérstök afmælisnefnd stendur fyrir í samvinnu
við mennta- og menningarmálaráðuneytið vegna 200 ára fæðingarafmælis Jóns Sigurðssonar þann 17. júní nk. Nemendur
í 8.BKÓ tóku þátt í samkeppninni sem var hluti af samfélagsfræðikennslu og voru send þrjú verkefni suður í keppnina
auk verkefnisins hans Gabríels.
Hundrað verkefni fá viðurkenningar en aðeins tíu fá aðalverðalun en það eru
þau verkefni sem þykja skara fram úr. Gabríel er einn af þessum 10 á landinu sem hlýtur aðalverðlaun! Hann mun taka við
viðurkenningu frá menntamálaráðherra í Þjóðmenningarhúsinu á laugardaginn kl. 14:00.
Við erum stolt af Gabríel Snæ og óskum honum til hamingju með þennan glæsilega
árangur.