Símanotkun í Giljaskóla

Hér í Giljaskóla er dálítið mikið um símanotkun hjá krökkunum. Þeir eru t.d. á snapchat, að senda SMS, Facebook og ýmislegt annað.

Ég er ekki að segja að Giljaskóli sé slæmur skóli en hann þarf að vera aðeins harðari með símana og vera duglegri að styðja við venjuleg samskipti milli nemenda.  Við getum ekki alltaf verið með samskiptin bara í gegnum símann.  Við verðum að geta talað hvort við annað og þá ekki alltaf gegnum símann. Það er líka mjög leiðinlegt þegar krakkarnir nenna ekki t.d. að spila borðspil, leika ýmsa leiki eða að spjalla. Það er svo erfitt að ná tengingu við krakkana því síminn er alltaf að trufla. Giljaskóli er að reyna að minnka þessa símanotkun en það er alltaf verið að brjóta reglur skólans t.d. um síma í kennslu því kennararnir gera ekkert nema að gefa honum/henni annað tækifæri þegar hann/hún tekur upp símann og fer að senda sms, skoða snapchat, Facebook eða vafra um netið. Svo þegar hann/hún brýtur regluna  aftur þá fær það aftur og aftur annað tækifæri. Það er alveg hægt að geyma símann í töskunni á "silent" eða í skápnum.

Þegar maður er að labba kringum skólann þá sér maður allstaðar krakka í símanum en reyndar líka  nokkra krakka sem eru ekki í símanum. Krakkarnir á yngsta stigi eru byrjaðir að prófa allskonar á netinu þeir eru t.d. komnir með Snapchat, Instagram og Facebook. Á Facebook er 14 ára aldurstakmark og pínu erfitt fyrir krakkana sjálfa að byrja þar, nema þeir fái hjálp frá mömmu sinni eða pabba.

Það er hægt að gera margt í þessu ástandi.  Það er t.d. hægt að fara meira í venjulega leiki sem krakkarnir eru saman og gera eitthvað skemmtilegt saman, eins og ratleik án síma (dæmi). Það er líka hægt að nota símann sem hjálpartæki eins og sem orðabók og hlusta á tónlist svo maður heyri ekki eins mikinn umhverfishávaða í tíma. Annars er þetta svo mikið að eyðileggja venjuleg samskipti hjá ungu fólki.  Það er framtíðin okkar að vera með allskonar tæki og tól en ég segi bara líttu upp úr símanum því þú gætir verið að missa af mörgu ótrúlegu í kringum þig.

Símarnir geta gert margt gott og hjálpað mikið í svo mörgu en við þurfum ekki alltaf símana.  Við getum líka notað venjulegu tölvurnar í staðinn fyrir símana en tæknin er að verða svo rosalega mikilvæg og farin að hafa áhrif á yngri og yngri krakka.  Krakkarnir á yngsta stiginu eru t.d. byrjaðir að vera háðir netinu og símunum líka. Þeir eru farnir að nota allskonar forrit sem við eldri krakkarnir erum að nota eins og snapchat, instagram og facebook, þó það sé bannað innan 14 ára.  Þau eru samt komin inn með því að plata um aldurinn.  Til dæmis er 10 ára stelpa á facebook en hún skrái sig sem 18 ára þó hún sé bara 10 ára.

Förum að leika okkur meira saman. Það bætir samskiptin okkar.

Auður Lea Svansdóttir 9. RK