Karl Anton Löve
Sjálfsalar geta verið mjög góðir fyrir 10. bekk Giljaskóla. Það er hægt að nota sjálfsala til að selja samlokur, drykki og jafnvel í einhverjum tilfellum gos og nammi. Nemendur í 10. bekk myndu örugglega græða á þessu. Með því að bjóða upp á sjálfsala í Giljaskóla yrðu margir glaðir. Í stað þess að eiga kost á því að fá sér snúð einu sinni í viku væri hægt að fá sér eitthvað gott alla daga vikunnar. Kennarar og aðrir starfsmenn myndu líka geta keypt sér eitthvað úr sjálfsalanum ef þeir vildu. Einn úr starfsmannahópnum gæti svo geymt lykilinn að sjalfsalanum og hann einn hefði því aðgang að peningunum í honum.
Til þess að sjálfsalar geti þjónað hlutverki sínu verður að vera hægt að fylla á þá reglulega. Með því að fá sjálfsala í skólann myndu kannski fleiri skólar vilja fá sjálfsala, allavega ef það myndi ganga vel í Giljaskóla. Ég ræddi við nokkra krakka á unglingastigi sem sögðu að þeim þætti það góð hugmynd að fá sjálfsala fyrir félagsmiðstöðina. Þá gætu krakkar úr öðrum skólum komið á opið hús með pening og keypt sér eitthvað úr sjálfsölunum og sagt síðan kennurum sínum eða öðrum í skólunum frá þessari snjöllu hugmynd. Ég held að fleiri skólar myndu vilja fá sjálfsala ef reynslan hérna yrði góð.
Ég spurði Benedikt Orra Pétursson, nemanda í 9. bekk, hvernig sjálfsala hann myndi helst vilja. Hann sagði að sér langaði mest í nammi- og gossjálfsala. Ég spurði hann líka hvar sjálfsalinn ætti að vera. Hann sagði að best væri að hafa hann í Dimmuborgum og ég er mjög sammála því. Ég segi Því: Það þarf að fá sjálfsala í skólann!
Karl Anton Löve, 9. BKÓ.