Í byrjun hausts 2015 voru loksins settir langþráðir skápar í skólann. Nemendur höfðu lengi verið búnir að biðja um þá og voru ár eftir ár að skrifa um hversu nauðsynlegir þeir virkilega væru í greinar og ritunarverkefnum. Þannig núna ákvað ég að breyta aðeins til og skrifa grein um það hversu gott það er að hafa loksins fengið skápa í skólann.
Skápar skólans eru staðsettir fyrir utan myndmennta- og handmenntastofuna á annarri hæð. Nemendum á unglingastigi, 8, 9 og 10 bekk, býðst að leigja skápa yfir veturinn á aðeins 3000kr og ef skápnum er skilað í góðu ástandi í lok annarinnar, fá nemendur 1500 kr endurgreiddar frá skólanum.
Hver og einn nemandi sem borgar leiguna fær síðan númeraðan skáp og lykil sem gengur að honum.
Núna í dag eru ekki liðnir nema rúmir 6 mánuðir síðan skáparnir voru teknir í notkun og ég finn strax ótrúlegan mun. Persónulega finnst mér ótrúlega gott að geta geymt í skápnum allar bækur sem ekki þörf er á alla daga vikunnar í staðinn fyrir að vera að burðast með þær í töskunni eins og ég og margir aðrir nemendur skólans höfðu verið að gera eftir að komið var á unglingastigið.
Mér finnst líka mjög þægilegt að geta sett íþróttatöskuna mína og aðrar verðmætar eigur sem ég vill ekki að verði stolið í skápinn minn. Ég hef núna þrisvar lent í því að það hafi verið stolið úr töskunni minni og tekið talsverð verðmæti úr henni sem hefur því miður ekki fundist ennþá.
Ég er ótrúlega ánægð með skápana og finnst frábært að stjórnendur skólans hafi loksins hlustað á það sem nemendur höfðu að segja og komið hugmynd þeirra á framfæri og eiga þeir hrós skilið fyrir það, af því að með því að koma með skápana í skólann gerðu þeir líf fjölmargra nemanda töluvert auðveldara.
Karen Ósk Ingadóttir
9.SKB